Thursday, August 15, 2013

Ný heimasíða

Ný heimasíða var opnuð í dag.

www.linadescret.wordpress.com

Þessi verður þó enn opin en ekkert nýtt verður sett á hana.

Thursday, June 13, 2013

Sunday, June 9, 2013

Óvæntur glaðningur á deviantart :)

Ég fékk óvæntan glaðning þegar ég fór inn á deviantart í dag. Rýni á Línu 1! Átti sko ekki von á því, í athugasemd við gamalli mynd af Línu minni.

~icelandicghost 1 day ago New member Hobbyist Artist
i read your book and i had a litle hard time time figuring out what it was about, but i realy liked your imagination and your drawings, you are very talented!




Gaman að þessu.  Stundum gerast hlutir þegar maður á síst von á þeim. Ég get ekki sagt að það rigni inn rýnum en það kemur inn svona ein og ein. 

Pínulítið eins og þegar hlutir koma í leitirnar eftir að maður er hættur að leita. 

Sunday, April 21, 2013

Viðtal við mig á nostripublication


Rósa hefur alltaf haft þörf fyrir að segja sögur…

rosa1

„Ég hef alltaf haft þörf fyrir að segja sögur, hvernig sem ég geri það.“

Allt frá barnsaldri hefur það verið óbilandi áhugi og elja sem hefur hvatt Rósu Grímsdóttur áfram við að koma efni sínu á framfæri.

Ég hafði fylgst með Rósu Grímsdóttur um skeið, svo það hefði ekki átt að koma mér á óvart að hún myndi stinga upp á skype, þegar ég bað hana um viðtalið. Því hún er úrræða góð og nýtir sér tæknina fyrir samskiptin og sparar þannig peninga og tíma. Ég samþykkti í ljósi þess að minn tími er líka dýrmætur.

Það var með eftirvæntingu og tilhlökkun þegar ég settist niður fyrir framan tölvuskjáinn, með upptökutækið, stílabókina, blýantinn og útprentaðan spurningarlista á skrifborðinu og beið eftir að viðmælandinn minn kæmi inn á skype. Á meðan renndi ég yfir fésbókina. Nákvæmlega klukkan átta, hringdi Rósa og ég svaraði henni. Við horfðum á hvor aðra í gegnum vefmyndavélarnar, heilsuðum og heyrðum að hljóðið var á, svo að allt var eins og það átti að vera.
Það sem vakti athygli mína fyrst var hversu litríkur bakgrunnur Rósu var. Veggurinn var grasgrænn og loftið himinblátt. Það var auðséð að þarna bjó ekki aðeins rithöfundur heldur einnig listakona. Veggirnir voru líka prýddir japönskum myndum og eitthvað af þeim hafði Rósa teiknað/málað.
Við erum ekkert að eyða tíma okkar þannig að við vindum okkur í viðtalið.
Rósa Grímsdóttir eða Rósa Novella? spyr ég því ég hafði heyrt bæði þessi nöfn og vildi fyrst og fremst vita hvort nafnið höfundurinn hygðist nota.
„Ég mun trúlega aðeins nota Rósa Novella nafnið á erlendum markaði, það er þjálla.“
 Hversu lengi hefur þú verið að skrifa og hvað varð til þess að þú byrjaðir á því?
„Ég hef skrifað frá því ég man eftir mér. Í raun byrjaði ég að teikna sögur áður en ég fór að skrifa þær. Hver teikning sagði heila sögu. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að segja sögur, hvernig sem ég geri það. Þegar ég kunni ekki að skrifa þá hjálpuðu þau fullorðnu mér og skrifuðu við myndirnar svo að það sæist um hvað sagan var. Um leið og ég kunni að skrifa, fór ég að skrifa sögur.“
Rósa Grímsdóttir byrjaði ung að koma efni sínu á framfæri með því segja framhaldsögur í bekknum en kennarinn var ekki alveg sáttur því að krakkarnir áttu að vera að læra.
Þegar Rósa var um tólf ára gömul skrifaði hún bók með vinkonu sinni og freistuðu þess að fá útgefið hjá Æskunni. Þær fóru til fundar við ritstjórann, sem gekk mjög vel en einmitt á þessum tíma urðu ritstjóra skipti svo að handritið týndist og fannst aldrei aftur en þær stöllur komust í staðinn, að sem kynnar í útvarpsþættinum lifandi.
Á svipuðum tíma samdi Rósa sitt fyrsta leikrit og hélt í framhaldinu leiksýningu.
Við hlógum að þessum frásögnum og ég gat alveg séð Rósu fyrir mér, sem dökkhærða, smávaxna stúlku sem náði að smeygja sér á fremsta bekk og allir hinir komu á eftir henni. En hún er einmitt leiðtogi í dag.
 Hvernig efni skrifar þú?
„Ég skrifa aðallega furðusögur en annars er ég ófeimin við að skrifa alla stíla og tegundir.  Sögurnar hafa það flestar sameiginlegt fjalla um sterkar tilfinningar eins ótta, kvíða, afleiðingar eineltis, einveru, það að vera útundan í samfélaginu og fjölskyldudrama. Upp á síðkastið er ég farin að skrifa meira metafiction.“ (Metafiction mun vera einskonar endurspeglun sjálfsskáldskaps, hafi ég skilið það rétt).
Hún hefur þrisvar sinnum tekið þátt í Nanowrite en þar keppast höfundar við að skrifa fimmtíuþúsund orð á einum mánuði.
Rósa er jafn fjölhæf og hún er dugleg við að koma efni sínu á framfæri. Hennar fyrsta raunverulega opinbera birting ef það telst með var á huga.is en þar birti hún smásögu.
Rithringur.is hefur verið annað heimili Rósu frá árinu 2004 en þar getur hún deild efni sínu með öðru skrifandi fólki. Ég verð þó að geta þess að Rósa er einn virkasti meðlimurinn á Rithringnum. Þessar vikurnar fer hún fyrir hópi sem vinnur að útgáfusafni smásagna sem mun birtast sumarið 2013 en Rósa var í forsvari fyrir smásaganasafni sem kom út árið áður.
Stærsta verk Rósu til þessa er bókaflokkurinn um Línu Descret en fyrsta bókin af fimm kom út árið 2011. Bækurnar skrifaði Rósa á einum þremur árum. Ekki slæleg vinnubrögð það því að það hér er ekki um neinn doðrant að ræða eða heilar 546 blaðsíður. Þegar hún vann að sögunum sendi hún heilu kaflana í rýni á Rithringinn. Það var ekki nóg með að Rósa skrifaði handritið heldur vann hún alla vinnuna við að koma því á framfæri.
Þú gafst út bókina Lina Descret, hvernig gekk það fyrir sig?
„Það var vegna vinnu minnar í Lifandi vinnusmiðjunni sem ég ákvað að fara út í sjálfsútgáfu. Áður hafði ég verið staðráðin í að fara til útgefenda en eftir að hafa lært að vera frumkvöðull skipti ég um skoðun. Ég sá líka að þetta var hægt þegar ég hélt á útprentuðu eintaki af bókinni frá Create space. En þá var ég líka búin að vinna alla vinnuna sjálf, alveg frá grunni. En fengið dygga aðstoð á námskeiðinu Myndlýsingar og bókagerð. Sérstaklega við kápuhönnunina.
Einnig hafði ég fyrir nokkrum árum haldið á sjálfútgefnu eintaki af bók sem ég ritstýrði og sú tilfinning var ólýsanleg.
Það sem spilaði þó langmest inn í þessa ákvörðun var að furðusögur höfðu á þessum tíma ekki verið upp á pallborðinu hjá forlögum. Ég hafði heyrt endalausar sögur af því þar sem furðusögum hafði verið hafnað. Ég vildi ekki fara þessa leið ef það voru allar líkur á því að mér yrði hafnað áður en ég fengi tækifæri.
Ég hafði öðlast smá reynslu eftir að hafa lært að setja upp bókina mína fyrir Create space.  Ég hafði líka lesið mér til og lært mikið um útgáfu á Myndlýsinga- og bókagerðarnámskeiðinu. Ég hafði samband við Óðinsauga og fékk aðstoð við að láta prenta bækurnar.
Þær voru prentaðar í Kína. Allt kostaði þetta heilan helling en aðalútgjöldin voru prent- og auglýsingakostnaðurinn. Það var líka svakaleg vinna við að dreifa bókunum og halda utan um þetta allt saman.“ Endar Rósa.
Er eitthvað sem þú myndir gera öðru vísi ef þú værir að fara út í sjálfsútgáfu aftur?
„Þó að sjálfsútgáfan og allt sem henni fylgdi hafi verið rosaleg vinna þá sé ég ekki eftir neinu en ég mun gera margt öðruvísi. Vegna þess að ég hef komist að því að  minnsta áhættan er fólgin í því að gefa út rafbækur og hef fært mig frekar í þátt átt og að nota print on demand eða prentun eftir pöntun. Við gáfum út smásagnasafn Rithringsins 2012 sem rafbók og nýttum okkur print on demand. Aðaldraumurinn er að reyna komast í samstarf við Forlag. Sjálfsútgáfan étur upp allan tímann sem maður hefur til að sinna sköpun sinni en engu að síður en þetta lærdómsríkt.“
Hvernig bók er Lína Descret og hvenær er von á næstu bók?
„Þetta er myndskreytt furðusaga um skaparatortímandann Línu Descret og höfðar til ungs fólks. „young adult“ sem sækir aðallega innblástur frá japönskum teiknimyndum (anime) og japönskum myndasögum (manga). Bókin fjallar um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum. Tortímendur mega alls ekki skapa og skaparar mega ekki undir neinum kringumstæðum tortíma. Aðalpersónan, hún Lína Descret, er einstök í þessum heimi þar sem hún er hálfur skapari og hálfur tortímandi. Vegna lögmála þessa heims vekur þessi mótsagnakennda tilvist hennar andúð.
Ég er að vonast til þess að önnur bókin komi út í september en endurskrif hafa setið svolítið á hakanum vegna vinnunnar við smásagnasöfn Rithringur.is.
Ég get svarið fyrir að ég get ekki betur séð en að Rósa sé farin að ókyrrast, trúlega eru fráhvarfseinkennin frá skrifunum byrjuð að herja á hana. En líklegast er það smásagnasafn Rithringsins sem bíður hennar. En áður en ég kveð hana langar mig að vita hvert framhaldið verður hjá henni og hún bunar út úr sér:
„Halda áfram að gefa út bækurnar og frumsýna fyrsta myndbandið úr myndbandaskáldsögunni sem ég er að vinna að ásamt bróður mínum, á hrekkjavökunni.  Skrifa, myndskreyta og jafnvel að halda áfram að taka þátt í útgáfu á smásagnasöfnum Rithringsins.“
 Við kveðjumst og ég sit eftir með fullt af efni til að vinna úr og stytta því að viðtalið tók rúma tvo tíma. Alveg er ég viss um að Rósa hafi skráð sig inn á Rithringinn til að stýra framkvæmd smásagnasafnsins, lesa yfir sögurnar, gagnrýna. Ég smitast af atorku hennar og byrja að skrifa viðtalið.
 Sirrý Sig.

Tuesday, April 9, 2013

Ástæðan fyrir seinkun á Línu 2

Það er orðið rosalega langt síðan sem ég vann að einhverri sköpun í kringum Línu. Í dag fékk loksins tækifæri til þess, þar sem ég með besta kennara í heimi  í Málun 1 sem stakk upp á ég myndi vinna að einhverju fyrir bókaflokkinn.


Ég var búin að gleyma því hvað það er gaman að teikna og mála. 

Ástæðan fyrir því að ég hef unnið lítið að Línu nema þá helst reynt að sinna markaðsetningu og dreifingu, er að allt óvænta en skemmtilega annríkið.

Fyrir jól vann ég ásamt 12 öðrum að fyrsta smásagnasafni hringsins og kom það út 12.12.12. sem rafbók. 


Um þessar mundir er verið að vinna að næsta smásagnasafni og gengur sú vinna eins og í sögu. Stefnt er að því að koma henni út 15.maí.

Í ágúst er hugmyndin að byrja að safna fyrir jólasmásagnasafn sem verður gefið út í október.

Það er því nóg um að vera á 10 ára afmælisári hringsa. 

Ásamt því að vera að vinna að Smásögur 2012, tók ég þátt í nanowrimo í þriðja sinn ásamt bróður mínum en þetta var hans fyrsta skipti. Erum við því komin með í hendur nánast fullkárað uppkast að handritinu að myndbandaskáldsögu okkar. Stefnt er að því að frumsýna fyrsta hlutann á hrekkjavökunni.

Hugmyndin er að vinna að því í sumar og endurskrifum á Línu 2. Vonandi get ég komið Línu 2 út í september í síðasta lagi. 

Í maí verður mesta annríkið í kringum Smásögur 2013 lokið og þá get ég einbeitt mér meira verkefnunum sem hafa orðið útundan.

Í sumar ætla ég ásamt Tron á hringnum að endurlífga Stars vefinn með mörgum skemmtilegum uppákomum. 

Partýár?


Maður tengir ekki rithöfund og partý saman en kannski hefur það eitthvað með 10 ára afmæli hringsa að gera að það hafa verið óvenju mörg partý, þó að svona lítið sé liðið af árinu.

http://www.everpix.com/public.html?id=459a3b10acd4c8742afdb76f93fa2af6

Við í Rafbókarbóknum (Smásögur 2012) héldum lítið teiti 1.feb á afmælisdegi rithringsins.  Þarf að setja inn myndir frá teitinu, hef ekki enn gert það. :$

Í janúar hafði mér áskotnast boð í teiti hjá Rithöfundasambandinu og í lok mánaðarins var afmælisveisla hringsins.  Nú á fimmtudaginn er mér svo boðið í útgáfuteiti hjá nostripublication, þeim Sirrý og Hveiti hér á hringnum.

Kannski hafa alltaf verið svona mörg teiti en ég bara verið óvenju dugleg að sækja þau heim?  Ég hef nefnilega ekki bara verið í rithöfundateitinum.  Ég tók eftir einu mjög áhugaverðu orsakasamhengi, því meira sem maður er úti á lífinu, því minna skrifar maður.  Humm...

Auk þess að vera alltaf í teitinu eða fá heimsóknir (mér skilst að mitt hús sé eina húsið í Reykjavík þar sem fólk kemur óvænt í heimsókn) þá hef ég líka sótt tvö námskeið.

Málun 1 hefur staðið frá því fyrir jól og klárast núna í apríl.

Kvikmyndahandritanámskeiðið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands stóð í fimm vikur og var tvisvar í viku.  Það kláraðist 21.mars.

http://linadescret.blogspot.com/2013/04/endurmenntun-hi-kvikmyndahandrit.html

Og þann 20.mars skellti ég mér á markaðskæruliðanámskeið í bókasafni Kópavogs.  Það var rosalega gott að fá svona markaðstæknina beint í æð, sérstaklega þar sem fyrirlesarinn var svo flippuð og einlæg.

Ég sótti um í LHÍ og í Kvikmyndaskóla Íslands.  Ég á að mæta í viðtal í Kvikmyndaskólanum 23.apríl.  Ég veit enn ekkert um LHÍ.  Þetta verður eitthvað spennandi.

Þannig að maður er alltaf að viða að sér upplýsingum og úti á lífinu en er maður aldrei að skrifa?

Ég hef meira verið að lesa yfir en að skrifa.  En það breytist í maí.  Yfirlesturinn er þó aldrei langt undan. ;)